Vorið er á næsta leiti og Leifsbúð opnar að nýju með glænýjan matseðil!

Jæja þá er komið að því. Vorið er að ganga í garð og það þýðir að Leifsbúð opnar að nýju fyrir sumrið, og að vanda kynnum við glænýjan matseðil.

Í ár höfum við ákveðið að hafa gjörbreytt fyrirkomulag á hádegismatseðlinum okkar, þar sem við bjóðum upp á súpur, salatbar og hlaðborð með heitum réttu. Kvöldverðaseðillinn hjá okkur verður ennþá með hefðbundnu móti, en við erum einnig með marga spennandi nýja rétti þar, svo sem Villiandabringur.

HÉR er hægt að skoða nýja matseðilinn í heild sinni.

Við hlökkum til að sjá ykkur – við opnum formlega á skírdag 29.mars.

Opnum á ný – Nýr matseðill

Jæja þá er komið að því að við í Leifsbúð opnum á ný fyrir sumarið. Við opnum á skírdag, 13.apríl n.k., og verður opið alla daga frá 12-22 fram til 30.september.

Fyrir sumarið útbjuggum við glænýjan matseðil! Við erum bæði með létta og klassíska rétti í hádeginu, ásamt sérstökum kvöldmatseðil þar sem hægt er að velja á milli forrétta, aðalrétta og eftirrétta – og það er alltaf í boði að taka þriggja rétta á 6.500 kr!

Við vorum líka að fá glænýja kaffivél í hús og hlökkum við til að bjóða ykkur upp á kaffi og með því.

Hægt er að skoða nýja matseðilinn okkar hér: https://leifsbud.is/menu/

Hlökkum til að sjá ykkur í sumar!

Nýr hópamatseðill

Nú höfum við hjá Leifsbúð útbúið nýjan og glæsilegan þriggja rétta hópamatseðil. Hann hentar fyrir allar gerðir hópa, hvort sem um árshátið, jólasamkvæmi eða vinamót er að ræða. Vegna umfangs hentar þetta þó aðeins hópum með 10 manns eða fleiri.

Matseðillinn er fjölbreyttur og ættu því allir að geta komið sér saman um þá rétti sem henta þeirra hóp best. Valinn er einn forréttur, einn aðalréttur og einn eftirréttur fyrir allan hópinn.

 

HÓPAMATSEÐILL

FORRÉTTIR

Salat með fylltu pasta, reyktum laxi og lynghænueggjum

Sjávarréttasúpa

Heitreykt dúfa með púrtvínssósu 

——–

 AÐALRÉTTIR

Villtur lax með steiktu grænmeti og applesínusósu

Þorskhnakki á hrisgrjónabeði  með ristuðum kirsuberjatómötum.

Fyllt kjúklingabringa með aspas, sólþurkuðum tómötum, olífum og sætri trönuberjasósu. 

Innbakaður lambaskanki með grænbaunamauki 

——–

EFTIRRÉTTIR

Súkkulaðiostakaka

Kaffiterta með vanilluís


Ferskir ávextir með þeyttum rjóma

——–

Verð: 7.900 kr. á mann.
Með sérvöldum vínum: 16.300 kr á mann.

Öll verð eru nettó með VSK. Fyrirvari er á uppgefnu verði.

 

Gugga leirlistamaður heldur sýningu

13522718_1740761662863410_3035035770865075820_o

Okkur er ánægja að tilkynna að Gugga leirlistamaður, eða LeirGugga eins og margir þekkja hana, mun halda leirlistasýninguna sína AUÐUR í Leifsbúð, en sýningin inniheldur muni sem hún hefur verið að vinna að síðastliðin þrjú ár.

Sýningin mun opna á laugardaginn 9.júlí næstkomandi, á meðan á bæjarhátíð Búðardals stendur yfir, og mun standa til og með 17.júlí. Á opnunardaginn verður sýningin opin frá 14:00-22:00 en aðra daga frá 12:00-18:00.

Frekari upplýsingar má nálgast hér: AUÐUR

Við vonumst til þess að sjá sem flesta!

Leifsbúð óskar eftir starfsmanni í sumarstarf

Leifsbúð, veitingastaður og kaffihús í Búðardal, óskar eftir starfsmanni í sumarstarf.

Starfið felur í sér:

  • Þjónusta við viðskiptavini
  • Afgreiðsla
  • Létt matreiðsla
  • Almenn þrif
  • Annað tilfallandi

Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 18 ára aldri. Reynsla af þjónustu-eða matreiðslustörfum er kostur.

Áhugasamir geta sent okkur póst á he1008@hotmail.com, haft samband við okkur á facebook, eða hringt í 823-0100. Endilega látið ferilskrá fylgja.

Leifsbúð hefur opnað að nýju!

13162237_505334076341450_551297491_n

Leifsbúð hefur nú formlega opnað að nýju!

Nýir rekstraraðilar hafa tekið við rekstri Leifsbúðar og hafa áherslur því breyst. Meiri áhersla er nú lögð á sölu á fjölbreyttum mat til hádegis-og kvöldverðar á viðráðanlegu verði samhliða sölu á hefðbundnu kaffi og bakkelsi eins og áður hefur tíðkast.
Endilega kynnið ykkur nýja matseðilinn okkar hér: www.leifsbud.is/menu

Í samræmi við þessar nýju áherslur hafa opnunartímar lengst, en veitingastaðurinn er nú opinn frá 12 á hádegi til 3 um eftirmiðdaginn, og svo aftur frá 6 til 10 að kvöldi (12:00- 15:00 + 18:00-22:00).

Það verður nóg um að vera í Leifsbúð í sumar. Bjartmar Guðlaugsson verður með tónleika næstkomandi laugardagskvöld (Sjá frekari upplýsingar hér). Sömuleiðis stefnum við að því að sýna EM í fótbolta á skjá.

Endilega kíkið við hjá okkur, hvort sem það er í hádeginu, í kaffinu, í kvöldverð eða jafnvel bara í drykki í góðra vina hópi.

 

Exciting times ahead! – Spennandi tímar framundan!

13346966_840923362706616_687095013304141228_n

Photo source: https://www.facebook.com/bjartmarg

–Íslenska fyrir neðan–

Now that the summer has arrived in Iceland, we at Leifsbúð are getting ready to reopen. Our facilities are getting a summer makeover at the moment, inside and out, and we are hoping to open as soon as possible – we will keep you updated.

Even through the restaurant hasn’t officially opened for the summer, there are still exciting things happening at Leifsbúð! Next Saturday, 11th of June, Bjartmar Guðlaugsson will hold a concert at Leifsbúð at 9pm(21:00). Bjartmar is a celebrated Icelandic musician, poet and painter and has had a long career in the music business. Admission is 2.500 isk. Make sure not to miss this! Food and drink will be available for purchase during the concert.

More information on Bjartmar can be found here: https://www.facebook.com/bjartmarg

——————————————————————–

Nú þegar sumarið er loksins komið erum við hjá Leifsbúð að gera okkur klár til þess að opna að nýju. Það er verið að taka húsið í gegn fyrir sumarið, bæði að innan sem utan, en við vonust til þess að geta opnað sem fyrst- við munum halda ykkur upplýstum þegar þar að kemur.

Þrátt fyrir að veitingarstaðurinn hefur ekki opinberlega opnað, eru samt spennandi hlutir í vændum í Leifsbúð! Næsta laugardag, 11 júní n.k., mun Bjartmar Guðlaugsson halda tónleika í Leifsbúð, kl. 21:00. Eins og flestir vita á Bjartmar farsælan feril sem tónlistamaður hérlendis. Aðgangseyrir er 2.500 kr. Verið viss um að missa ekki að þessu! Matur og drykkur verður til sölu á meðan tónleikarnir standa yfir.

Frekari upplýsingar um Bjartmar er hægt að finna hér: https://www.facebook.com/bjartmarg