Jæja þá er komið að því. Vorið er að ganga í garð og það þýðir að Leifsbúð opnar að nýju fyrir sumrið, og að vanda kynnum við glænýjan matseðil.
Í ár höfum við ákveðið að hafa gjörbreytt fyrirkomulag á hádegismatseðlinum okkar, þar sem við bjóðum upp á súpur, salatbar og hlaðborð með heitum réttu. Kvöldverðaseðillinn hjá okkur verður ennþá með hefðbundnu móti, en við erum einnig með marga spennandi nýja rétti þar, svo sem Villiandabringur.
HÉR er hægt að skoða nýja matseðilinn í heild sinni.
Við hlökkum til að sjá ykkur – við opnum formlega á skírdag 29.mars.